Auður djúpúðga – sagan öll

admin

Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á engan sinn líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi. Í Laxdælu segir um ævintýralegan flótta Auðar Ketilsdóttur …

Grettissaga Einars Kárasonar

admin

Einar er sá listamaður sem hefur verið með flestar frumsýningar í Landnámssetrinu. Þetta er hans sjötta sýning hjá okkur, en mörgum er í fersku minni frábær flutningur hans á Skáldinu Sturlu og Óvinafagnaði. Hann er fyrir vikið orðinn jafn virtur sem sögumaður og rithöfundur. Nú ætlar hann að segja okkur eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Grettir Ásmundsson. S’yningum verður …

Njála Bjarna Harðarsonar

admin

Var Njáll á Bergþórshvoli byltingarleiðtogi og Gunnar vinurhans á Hlíðarenda lágvaxinn og heyrnarsljór írskur prins?  Bjarni Harðarsonrithöfundur fjallar um kynþáttaóeirðir í fjölmenningarsamfélagi 10. aldar oghlutverk þeirra í átökum og atburðarás Njálu.    Bókaðu þína miða hér 

,,Farðu á þinn stað‘‘

admin

Teddi lögga tekur sjálfan sig til kostanna í sjáfsævilegum einleik þar sem ferðast er frá Kínahverfinu í Borgarnesi og alveg út á Ystu Nöf, þar sem hann á heima. Höfundurinn, Theodór Kristinn Þórðarson, betur þekktur sem Teddi lögga, rekur í máli og myndum ýmis atvik í samskiptum sínum við samferðafólk sitt, allt frá barnæsku og fram til vorra daga. Auk …