Auður djúpúðga – sagan öll

Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á engan sinn líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi.

Í Laxdælu segir um ævintýralegan flótta Auðar Ketilsdóttur frá Skotlandi til Íslands með sjö sonarbörn sín: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ 

Vilborg fer með áhorfendur í ferðalag um slóðir Auðar á Bretlandseyjum og í kjölfar hennar til eylandsins á enda veraldar þar sem ár og vötn voru sögð iða af fiski, jökulhettur gnæfa við himin og sjálf jörðin spúa eldi. Saman við viðburðaríkt líf Auðar á Írlandi og Skotlandi fléttast atburður sem markaði upphaf landnámsins blóði: þrælauppreisn á suðurströnd Íslands.

Bókaðu þína miða hér

ATH nýjir sýningartímar í haust.

Hægt er að bóka miða á biðlista, á uppseldar sýningar, í netfangið landnam@landnam.is eða síma 437-1600 virka daga milli 10:00-17:00

Loading...